Það virðist fátt geta komið í veg fyrir það að Liverpool gangi frá kaupum á Hugo Ekitike framherja Frankfurt, viðræður félaganna eru í fullu fjöri.
Frankfurt vill fá meira 80 milljónir evra fyrir franska framherjann sem er 23 ára gamall.
Það virðist því verða ljóst að Liverpool telur sig ekki geta fengið Alexander Isak frá Newcastle og setja því stefnuna á Hugo Ekitike.
Newcastle hafði skoðað það að kaupa Ekitike en félagið hefur bakkað frá því og er nú farið að skoða aðra framherja.
Ekitike kom að 36 mörkum í 48 leikjum á síðustu leiktíð en hann var áður í herbúðum PSG þar sem hann náði ekki flugi.