fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Keflavíkurflugvöllur meðal bestu flugvalla heims samkvæmt nýjum lista

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 19. júlí 2025 16:30

Norðmenn eru bestir í Evrópu en Íslendingar ekki langt undan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflavíkurflugvöllur kemst á lista yfir bestu flugvelli heims. Er hann í fimmta sæti af flugvöllum Evrópu og í þrítugasta sæti á heimslistanum.

Euronews greinir frá þessu.

Listinn var gerður af AirHelp og er byggður á tveimur breytum. Það er hversu vel flugtíminn stenst og áliti flugfarþega á viðkomandi velli.

Besti flugvöllur heims er alþjóðaflugvöllurinn í Höfðaborg í Suður Afríku. En á listann komust 250 flugvellir frá 68 löndum.

Besti flugvöllurinn í Evrópu er Flesland flugvöllurinn í Björgvin í Noregi samkvæmt AirHelp. En hann hafnaði þó aðeins í níunda sæti á heimslistanum.

Þeir evrópsku flugvellir sem höfnuðu fyrir ofan Keflavíkurflugvöll voru auk Flesland, Bilbao flugvöllur á Spáni, Bodö flugvöllur í Noregi og Gardemoen flugvöllurinn í Osló. Evrópskir flugfarþegar voru almennt ánægðastir með flugvöllinn í Lúxemborg og Schipol flugvöllur þótti hafa besta matinn en tafir á flugvöllunum drógu þá niður.

Verstu flugvellirnir voru Karþagó flugvöllurinn í Túnis og Diagoras flugvöllurinn á Ródos í Grikklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
Fréttir
Í gær

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar
Fréttir
Í gær

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót