fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Matur

Götubitahátíðin er stærsti matarviðburður á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 17:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Götubitahátíðin 2025: European Street Food Awards fer fram helgina 18.-20. júlí. 

Á hátíðinni verða hátt í 40 söluaðilar í matarvögnum og sölubásum, bjórvagninn, náttúruvínbar frá Berjamó og Allsber kokteill-vagninn. Einnig verða hoppukastalar og leiktæki fyrir yngri kynslóðina. 

v1 Götubitahátið 2025: Instagram Post (4:5) og square- update – 1

Samhliða hátíðinni fer fram keppni um Besti Götubiti Íslands 2025 en það er einvalalið dómnefndar sem sker úr um verðlaunahafa. Dómnefndina í ár skipa: Hrefna Sætran frá Fiskmarkaðinum, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir þjálfari Kokkalandliðsins, Eyþór Mar frá Public House, Adam Karl TikTokari, og Óli Óla frá Brút. Að auki verða veitt verðlaun fyrir: besti smábitinn, besti grænmetisbitinn, besti sætibitinn og svo er það götubiti fóksins sem er valinn af gestum hátíðarinnar. Það verður útfært þannig að QR kóði er hjá viðeigandi vagni og þar getur fólk valið sinn uppáhalds götubita. 

Sigurvegarinn Besti Götubiti Íslands vinnur sér þátttökurétt á lokakeppni European Street Food Awards sem fer fram í Þýskalandi í byrjun október. 

Götubitahátið 2025: Mijita
Götubitahátið 2025: Lángos

Opnunartími hátíðarinnar er:

Föstudag: 17.00-20.00

Laugardag: 12.00 – 20.00

Sunnudag: 12.00 – 18.00

Frítt er inn á hátíðina.

Sjá nánar um hátíðina hér.

Götubitahátið 2025: La Buena Vida
Götubitahátið 2025: La Barceloneta
Götubitahátið 2025: Funky Bhangra
Götubitahátið 2025: Arctic Pies

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival