Nicolas Jackson er nú orðaður við Manchester United en hann er sóknarmaður Chelsea á Englandi.
Greint frá því á dögunum að Chelsea væri ekki að leitast eftir því að selja leikmanninn og verðmetur hann á 100 milljónir punda.
Samkvæmt blaðamanninum Nabil Djellit þá er Chelsea tilbúið að lækka verðmiðann í 60 milljónir punda og eru nokkur félög áhugasöm.
Jackson kom ekkert við sögu í gær er Chelsea vann HM félagsliða en hann virðist vera þriðji kostur í fremstu víglínu á eftir Joao Pedro og Liam Delap.
United er í leit að framherja fyrir næsta vetur og gæti reynt að næla í Jackson sem var áður hjá Villarreal.