fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu um hvernig á að brjóta ísinn við ókunnuga

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. júlí 2025 16:30

Beggi Ólafs. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, hefur mikinn áhuga á heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Hann birtir reglulega færslur á Instagram um hvernig hann hámarkar hamingju sína og vellíðan, hvernig hann eykur afköst og nær árangri og hvernig hann hefur samskipti við annað fólk.

Beggi er búsettur í Kaliforníu þar sem hann var að ljúka við doktorsnám í sálfræði.

Í gær birti Beggi tillögur að 20 setningum/spurningum sem nota má til að brjóta ísinn þegar rætt er við ókunnuga.

Setningar með samhengi:

1. Hæ, situr einhver hér?
2. Hvað fékk þig til að mæta hingað í dag?
3. Mér finnst stemningin hérna frábær, kemur þú oft hingað eða er þetta í fyrsta skipti?
4. Hvað finnst þér skemmtilegast við þennan stað?
5. Þessi röð reynir á þolinmæði mína til hins ýtrasta.
6. Ég er að reyna að ákveða hvað ég á að panta, hver er uppáhaldsrétturinn þinn?
7. Ég er nýr hér , einhverjar tillögur um hluti til að skoða eða fólk til að hitta?

Athugasemdir + hrós upphafssetningar:

8. Ég gat ekki annað en tekið eftir [bók/skó/bakpoka/og svo framvegis] þínum, hvar fékkstu hann?
9. Mér líkar liturinn á skyrtunni þinni , hver er uppáhaldsliturinn þinn?
10. Augun þín eru ótrúleg, fékkstu þau frá mömmu þinni eða pabba?
11. Þú lyktar mjög vel, hvaða ilmvatn eða rakspíra ertu með?
12. Mér líkar vel við húðflúrin/skartgripina þína, er einhver saga á bak við þau?

Beinar, persónulegar eða djarfar upphafssetningar:

13. Þú virðist aðgengilegur, hvað heitir þú?
14. Þú lítur út fyrir að vera mjög sjálfsörugg manneskja, hvert er leyndarmál þitt?
15. Þetta er flottur hreimur, hvaðan ertu upphaflega?
16. Ég vildi bara segja að þú ert mjög sæt/ur og ég hefði séð eftir því að hafa ekki talað við þig.
17. Hvað ertu að vinna við?
18. Þetta lítur út fyrir að vera áhugavert út, hvað ertu að lesa / horfa á?
19. Þú lítur út fyrir að vera áhugaverð manneskja, hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
20. Mér finnst eins og þú eigir frábæra lífssögu, hver væri fyrirsögnin?

Til að halda samtalinu áfram, mundu að hlusta til að skilja og notaðu forvitnina til að spyrja fleiri spurninga!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ef þú klæðist þessu þá er það merki um að þú tilheyrir þúsaldarkynslóðinni

Ef þú klæðist þessu þá er það merki um að þú tilheyrir þúsaldarkynslóðinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill að næsti eiginmaður glími við getuleysi

Vill að næsti eiginmaður glími við getuleysi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu