Noni Madueke kantmaður Chelsea er mættur til Lundúna til að fara í læknisskoðun hjá Arsenal, allt er farið af stað.
Arsenal mun borga 52 milljónir punda fyrir enska kantmanninn.
Madueke er 23 ára gamall en hann mun skrifa undir fimm ára samning við Arsenal.
Chelsea vann HM félagsliða í gær með sigri á PSG en Madueke var farin heim til Englands til að skrifa undir hjá Arsenal.
Madueke var í nokkuð stóru hlutverki hjá Chelsea í fyrra en búist var við því að hann yrði í minna hlutverki í ár.