fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Virtist skjóta á fyrrum stjóra félagsins – ,,Erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. júlí 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Malo Gusto, leikmaður Chelsea, virðist hafa skotið létt á fyrrum stjóra liðsins, Mauricio Pochettino, sem var rekinn í fyrra.

Pochettino var rekinn eftir tímabilið 2023/2024 en hann fékk aðeins að vera stjóri Chelsea í rúmlega eitt ár.

Enzo Maresca tók við og er vinsæll á meðal leikmanna en Chelsea er komið í úrslit HM félagsliða og mætir PSG í kvöld.

Gusto segir að Maresca fari mun betur yfir hlutina en Pochettino og gefur í skyn að sá argentínski hafi ekki hugsað mikið út í taktík liðsins á tíma hans þar.

,,Þetta er svo sannarlega öðruvísi en á síðustu leiktíð, þegar kemur að smáatriðum og hvernig við spilum,“ sagði Gusto.

,,Það er hugsað mun meira um taktík myndi ég segja. Hann er toppstjóri og við erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Í gær

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Gyokores sagður hafa opnað dyrnar fyrir Manchester United

Gyokores sagður hafa opnað dyrnar fyrir Manchester United