fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Skilur ekkert í kaupstefnu Arsenal – Hefði frekar framlengt við Nwaneri

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. júlí 2025 17:41

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Don Hutchinson, fyrrum leikmaður Liverpool, skilur ekkert í því af hverju Arsenal ákvað að kaupa Noni Madueke frá Chelsea.

Madueke kemur til Arsenal frá Chelsea fyrir um 50 milljónir punda en hann spilar á hægri vængnum líkt og Bukayo Saka.

Saka er einn allra mikilvægasti leikmaður Arsenal og er ljóst að Madueke mun ekki byrja marga leiki ef sá fyrrnefndi helst heill allt tímabilið.

,,Ég einfaldlega skil ekki þessi félagaskipti. Frá sjónarhorni Arsenal.. Hann spilar þar sem Bukayo Saka spilar svo það verður erfitt fyrir hann að fá spilatíma,“ sagði Hutchinson.

,,Það er vit í þessu þegar kemur að samkeppni og sérstaklega ef Saka meiðist en þeir eru líka með Ethan Nwaneri.“

,,Samningur Nwaneri er að renna út svo ég hefði frekar notað peninginn sem þeir borga fyrir Madueke í Nwaneri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið