fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. júlí 2025 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, er alls ekki ánægður með þá ákvörðun UEFA að taka Evrópudeildarsætið af félaginu.

Palace vann enska bikarinn á þessu ári og tryggði sér þar með sæti í Evrópudeildinni en mun þess í stað spila í Sambandsdeildinni.

Ástæðan er maður að nafni John Textor en hann á stóran hlut í bæði Palace og franska félagsins Lyon.

Það er ekki löglegt fyrir tvö félög með sama eiganda að spila í sömu keppni og tók UEFA þá ákvörðun að taka sætið af Palace.

Lyon var um tíma fellt niður í Ligue 2 í Frakklandi vegna fjárhagsvandræða en náði að áfrýja og heldur sæti sínu í Evrópu fyrir næsta vetur.

,,Við erum svo vonsvikin og þá sérstaklega fyrir hönd stuðningsmannana,“ sagði Parish við Sky Sports.

,,Stuðningsmenn allra liða ættu að finna til með okkur því þetta var draumurinn. Þú vinnur bikar í fyrsta sinn í sögunni. Einhver sagði við mig að þetta væri eins og að vinna í lottóinu.“

,,Ég er svo leiður fyrir hönd stuðningsmanna, leikmanna og starfsfólksins. Þetta er vondur dagur fyrir fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“
433Sport
Í gær

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“