Neymar, leikmaður Santos í Brasilíu, skartaði nýrri hárgreiðslu á æfingu félagsins í gær og hefur hún vakið athygli.
Neymar ákvað að skella sér í fléttur sem er ólíkt honum og var það Santos sem birti mynd af því á samskiptamiðla.
Brassinn hefur verið duglegur að breyta um hárgreiðslur í gegnum tíðina en flétturnar komu mörgum á óvart.
Neymar samdi nýlega við Santos sem er hans uppeldisfélag en hann var áður hjá Al Hilal í Sádi Arabíu.
Myndina sjálfa má sjá hér.
— Santos FC (@SantosFC) July 9, 2025