Arsenal er sagt hafa litlar sem engar áhyggjur af stöðu vængmannsins Ethan Nwaneri sem verður samningslaus næsta sumar.
Nwaneri hefur verið orðaður við önnur félög undanfarið en hingað til hefur hann ekki viljað krota undir nýjan samning við uppeldisfélagið.
Nwaneri er aðeins 18 ára gamall en hann má byrja að ræða við önnur félög í byrjun næsta árs og hefur Chelsea til að mynda verið nefnt til sögunnar.
Samkvæmt Guardian er Arsenal sannfært um að Nwaneri muni framlengja samning sinn og verður ekki á mála hjá öðru félagi í vetur eða næsta vetur.
Hann spilaði heila 37 leiki fyrir Arsenal í öllum keppnum á síðasta tímabili og skoraði í þeim níu mörk.