fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Er Loch Ness-skrímslið til í raun og veru?

Fókus
Föstudaginn 11. júlí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsæriskenningar af ýmsu tagi njóta töluvert, og stundum jafnvel ískyggilega, mikilla vinsælda þessi dægrin. Gjarnan tengjast þessar kenningar heimsviðburðum eða stjórnmálum. En hvað með gömlu góðu klassísku kenningarnar? Þær lifa margar enn góðu lífi.

Að þessu sinni fara félagarnir í Álhattinum í eina þekktustu samsæriskenninguna, eða öllu heldur goðsögnina, um Loch Ness-skrímslið alræmda. Skrímslið er skosk goðsagnavera sem mun búa í Loch Ness-vatni á skoska hálendinu. Skrímslinu er gjarnan lýst svo að það sé gríðarstórt, með langan háls og einn eða fleiri ugga sem rísa upp úr vatninu. Veran öðlaðist heimsfrægð árið 1933 og frá þeim tíma hafa ítrekað birst myndir sem eiga að sanna tilvist verunnar. Heimsfrægðina má rekja til fréttar sem birtist í The Inverness Courier þann 2. maí árið 1933 en þar sagði frá stóru dýri sem hefði sést í vatninu sem minnti helst á einhvers konar hvalfisk.

Við gefum álhöttum orðið:

„Á hálendi Skotlands liggur djúpt og dimmt stöðuvatn sem lengi hefur vakið athygli umheimsins: Loch Ness. Þar á, samkvæmt sögunni, að búa dulræn vera sem oftast er kölluð Nessie. Líklega eitt frægasta dýr eða vatnaskrímsli veraldar, sem þó engum hefur tekist að færa sönnur á að sé til á óyggjandi hátt. En hver eða hvað er Nessie í raun og veru? Er hún mögulega einhvers konar leifar eða minnismerki um forsögulega tíma risaeðlanna? Skynvilla eða hugarburður misvitra og brenglaðra einstaklinga? Eða meðvituð og þaulskipulögð blekking?

Í þessum þætti Álhattsins skoða Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór sögur og heimildir sem tengjast skrímslinu eða fyrirbærinu í Loch Ness. Þeir kanna hvernig fyrstu frásagnir ná allt aftur til 6. aldar, þegar Kólumkilli (e. Columba) á að hafa hrakið skrímslið á brott með bænina eina að vopni. Þeir rekja líka hvernig atburðir ársins 1933 komu Nessie aftur fram í sviðsljósið og vitund almennings og hvernig ein fræg ljósmynd, sem enn er milli tanna fólks, festi skrímslið í sessi sem alþjóðlegt tákn dulúðar.

En hvers vegna lifir þessi hugmynd áfram í vitund fólks, nærri hundrað árum síðar, þrátt fyrir skort á sönnunum? Hvaða hlutverki gegnir veran í menningu, ferðamennsku og sjálfsmynd Skota? Og hvað með systurskrímslin víðs vegar um heiminn? Morag í Loch Morar, Storsjöodjuret í Svíþjóð, Selmu í Noregi og hinn rammíslenska Lagarfljótsorm hjá Egilsstöðum? Eru þau náskyld fyrirbæri af sama meiði? Eða staðfestir þetta kannski bara hina sameiginlegu þörf mannsins til þess að reyna að skilja hið óútskýranlega?

Er einhver samfelldur rauður þráður í gegnum þessar sagnir? Eða er þetta einfaldlega ótti við hið óþekkta í bland við dýpri löngun til að skýra heiminn með rökum, jafnvel þegar engin rök duga eða eru fyrir hendi? Getur verið að í djúpum vötnum búi eitthvað sem vísindin geta ekki útskýrt? Eða eru þetta kannski tilraunir valdhafa og hagsmunaaðila til að beina athyglinni frá öðrum, raunverulegri vandamálum? Hvað sýna þrívíddarmyndirnar og sónarmyndirnar sem hafa verið teknar í gegnum tíðina? Hvers vegna virðist mönnum ekki takast að svara því fyrir fullt og allt hvort að eitthvað misjafnt leynist í myrkrinu eða vatninu? Þetta og svo margt, margt fleira í þessum nýjasta þætti Álhattsins þar sem þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór kafa djúpt ofan í dýpstu hyli Loch Ness, kanna hvern króka og kima vatnsins og velta því fyrir sér hvort Loch Ness-skrímslið sé til í raun og veru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum