fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi

Victor Pálsson
Föstudaginn 11. júlí 2025 14:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theo Hernandez hefur skotið á AC Milan eftir að hafa yfirgefið félagið fyrir Al Hilal í Sádi Arabíu.

Hernandez spilaði með Milan í um sex ár en hann virðist vera mjög óánægður með það sem er að eiga sér stað á bakvið tjöldin hjá félaginu.

Hann þakkaði stuðningsmönnum fyrir alla góðu tíma sína á San Siro en gefur sterklega í skyn að stjórnin hafi verið ástæðan fyrir hans brottför.

,,Það var ekki auðveld ákvörðun að yfirgefa félagið, ég hef alltaf vitað hvar ég vil spila og AC Milan hefur alltaf verið númer eitt,“ sagði Hernandez.

,,Því miður þá veltur þetta ekki alltaf á einni manneskju, þær ákvarðanir sem stjórnin hefur tekið nýlega eru ekki í takt við það sem fékk mig til félagsins.“

,,Það er kominn tími á að hefja nýjan kafla sem er öðruvísi en alveg jafn mikilvægur fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Í gær

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig