Noni Madueke mun spila með Arsenal á næstu leiktíð en hann kemur til félagsins frá Chelsea.
Kaupin hafa legið í loftinu undanfarna daga og nú er stutt í að hann verði kynntur sem leikmaður Arsenal.
Fabrizio Romano segir að Arsenal borgi 50 milljónir punda fyrir vængmanninn en sú upphæð gæti hækkað.
Hann gerir fimm ára samning við grannana og ljóst að hann verður ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna þeirra bláklæddu eftir skiptin.
Chelsea hefur styrkt sóknarlínuna vel í sumar og var opið fyrir því að láta Englendinginn fara.