Það má segja að Valur sé nánast komið í næstu umferð Sambandsdeildarinnar eftir leik við Flora Tallin sem fór fram á Hlíðarenda í kvöld.
Valur spilaði á alls oddi í fyrri leiknum í kvöld og vann 3-0 sigur og er því í frábærum málum fyrir seinni leikinn.
Tómas Bent Magnússon og Jónatan Ingi Jónsson gerðu mörk Vals en sá fyrrnefndi skoraði fyrstu tvö mörkin.
Tæplega þúsund manns voru mættir til að sjá sigur Valsmanna sem eru svo sannarlega í góðum málum fyrir seinni leikinn.