fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“

Victor Pálsson
Föstudaginn 11. júlí 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið endar EM í Sviss án þess að vinna leik en liðið spilaði við Noreg nú í kvöld.

Ísland var úr leik fyrir viðureign kvöldsins eftir tap gegn Finnlandi í fyrstu umferð og svo gegn Sviss í þeirri annarri.

Ísland skoraði þrjú mörk í leik kvöldsins sem dugði ekki til en Noregur skoraði fögur og endar riðilinn með fullt hús stiga.

Alexandra Jóhannsdóttir ræddi við 433.is í gær eftir tapið.

,,Þetta er ótrúlega svekkjandi. Við settum okkur markmið að komast upp úr riðlinum, settum okkur nýtt markmið að vinna Noreg, unnum ekki Noreg. Það er bara eins og það er,“ sagði Alexandra.

,,Mér fannst við byrja ótrúlega vel og fengum tilfinninguna ‘djöfull erum við að fara taka þær.’ Við vorum einu undir fyrir seinni hálfleik en fengum svo mark á okkur strax í byrjun seinni sem kýldi okkur aðeins niður á jörðina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Í gær

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig