Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Þó svo að Noregur sé með fullt hús stiga á toppi riðilsins og sé þegar búið að tryggja stöðu sína þar fyrir leikinn við Ísland í kvöld eru stuðningsmenn ekkert allt of sáttir.
Noregur hefur unnið 2-1 sigra gegn Finnum og Sviss fyrir leik kvöldsins. Ísland hefur mætt sömu liðum en er úr leik eftir töp í báðum leikjum. Ísland og Noregur koma því í ólíkri stöðu inn í leik kvöldsins.
Það hefur eðlilega verið neikvæð umræða um íslenska liðið, enda voru væntingarnar mun meiri. Umræðan í Noregi virðist þó ekki jákvæð og vill fólk þar í landi fá mun meira frá sínu liði.
Það er því áhugavert að sjá hvernig leikur kvöldsins verður, þar sem bæði lið hafa eitthvað að sanna. Þá er spurning hvort breytingar verði gerðar á liðunum í ljósi þess að leikurinn skiptir engu máli fyrir framhaldið í keppninni.