fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Klara Bjartmarz, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, er jákvæð þrátt fyrir slök úrslit íslenska kvennalandsliðsins á EM. Hún er mætt til Sviss fyrir lokaleik okkar á mótinu og átti stutt spjall við 433.is á Fan Zone í Thun í dag.

„Það er frábært að vera komin og að vera búin að koma okkur í þá stöðu að vera í úrslitakeppni. Ég hlakka til leiksins og á von á skemmtun,“ sagði Klara.

Ísland hefur tapað fyrir Finnum og Sviss og er því úr leik fyrir leik kvöldsins.

„Síðasti leikur var hörkuleikur og hefði getað fallið með okkur. Svona er boltinn, stundum fellur þetta með þér og stundum ekki.“

video
play-sharp-fill

Klara hætti hjá KSÍ í fyrra eftir 30 ára starf og hefur aldrei farið á stórmót sem almennur stuðningsmaður.

„Það er yndislegt að vera hérna og fá að upplifa mótið á þennan hátt sem ég hef ekki gert áður. Ég held að ég hafi aldrei farið á knattspyrnuleik erlendis án þess að vera í vinnuerindum.“

Nánar í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“
433Sport
Í gær

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið
433Sport
Í gær

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið
433Sport
Í gær

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga
433Sport
Í gær

Sigurður Þór ráðinn þjálfari Fylkis til næstu ára

Sigurður Þór ráðinn þjálfari Fylkis til næstu ára
Hide picture