fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Viðbrögð við frumhlaupi Hildar í nótt – „Er þessu fólki sem sagt ekkert heilagt?“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 10:33

Spjótin standa á Hildi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eru hneykslaðir á því fordæmalausa frumhlaupi Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, að slíta þingfundi fyrir miðnætti í gær án umbos forseta eða meirihluta forsætisnefndar.

Eins og DV greindi frá í morgun þá sagði Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, að staðan á löggjafarþingi Íslendinga væri að verða uggvænleg. Fleiri hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum um málið. Bæði þingmenn og aðrir.

 

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, er þar á meðal. Hún er gáttuð á hvernig reynslumiklir þingmenn stjórnarandstöðunnar haga sér.

„Þegar ég tók sæti á þingi hvarflaði aldrei að mér að ég ætti eftir að upplifa annað eins og það við erum að sjá og upplifa hjá stjórnarandstöðunni um þessar mundir. Hluti af stjórnarandstöðunni eru samt þaulreyndir þingmenn sem ættu að þekkja þingskaparlögin út og inn og til hvers er ætlast af þingmönnum og þar með talið forsetum Alþingis,“ segir Kolbrún.

 

Flokkssystir hennar, Ásta Lóa Þórsdóttir, er líka hneyksluð.

„Forseti ræður. Ég var 3. varaforseti á síðasta kjörtímabili og þetta hefði aldrei hvarflað að mér,“ segir hún.

 

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingar, spyr hvort stjórnarandstöðunni sé ekkert heilagt.

„Er þessu fólki semsagt ekkert heilagt? Engin þingsköp, engar reglur, bara frekjan ein sem á að ráða. Á dauða mínum átti ég von en ekki því að hinn íhaldssami sjálfstæðisflokkur, sem talað hefur um að „bera virðingu fyrir stofnunum landsins og Alþingi“ færi svona með þetta. Margt var sagt af stjórnarliðum síðasta kjörtímabils um píratana og meint stjórnleysi þeirra en þetta hefðu þau aldrei leyft sér að gera,“ segir Helga Vala. Segir hún að traustið til Hildar sé farið og að Sjálfstæðisflokkurinn verði að skipa annan varaforseta í hennar stað.

 

Annar fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingar, Oddný Harðardóttir, er ómyrk í máli.

„Þetta er mjög mjög alvarlegt,“ segir hún. „Þingflokkurinn verður að velja sér annan þingflokksformann og annan varaforseta.“

 

Björn Leví Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, hefur setið í stól varaforseta þings og segir málið alvarlegt stjórnarskrárbrot.

„Ég býst ekki við að fólk skilji hvað þetta er alvarlegt mál. Það er fátt sem er eins heilagt fyrir þingstörfin og fundarstjórn forseta. Ég hef verið varaforseti Alþingis og skylda varaforseta er virðing gagnvart forseta, ræðumanni, þingsalnum og þinginu öllu. Ég hef setið á forsetastól sem forseti án þess að vita hvort ég væri að fara að slíta fundi eða ekki – af því að forseti sagði engum hversu lengi fundur átti að standa.

Persónulega finnst mér það fáránlegt, að forseti geti bara ekki sagt fólki það, þegar dagskráin er svona. Ekki einu sinni starfsfólki þingsins er sagt frá því. En þannig er starfið og ábyrgðin. Þingfundur er heilagur samkvæmt stjórnarskrá.

„Alþingi kýs sér forseta og stýrir hann störfum þess“

Þannig að þegar varaforseti tekur sér dagskrárvald með því að slíta fundi í óþökk forseta þá er það beinlínis stjórnarskrárbrot – að mínu mati. Þannig að þegar ég segi alvarlegt, þá meina ég svo alvarlegt,“ segir Björn Leví.

 

 

 

Illugi Jökulsson, rithöfundur og blaðamaður, segir að málið jaðri við valdaránstilraun og beinir orðum sínum til meirihlutans.

„Þetta er mjög ótrúlegt. Meirihlutinn VERÐUR að taka þetta föstum tökum,“ segir Illugi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Í gær

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“