fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

433
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Máni Pétursson stjórnarmaður í KSÍ skilur vel af hverju Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennalandsliðsins fór í hart við íslenska blaðamenn Í Sviss í gær.

Þorsteinn var reiður og pirraður þegar blaðamenn spurðu hann út í framtíð sína með liðið, mikið er rætt og ritað um það hvort Þorsteinn hætti með liðið eftir vonbrigði á Evrópumótinu.

Þá var Þorsteinn mjög reiður yfir því að blaðamaður Vísis hefði ákveðið að spyrja landsliðskonu út í framtíð þjálfarans. Það var Sindri Sverrisson sem tók viðtal við leikmann liðsins og ræddi framtíð þjálfarans.

Screenshot

Meira:
Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

„Hann Steini Halldórs er einstaklega skemmtilegur maður. Hann má alveg vera ósáttur við spurninguna og tímasetninguna og alveg skiljanlega. Sindri er hins vegar að búa til fréttir og ég skil líka hans afstöðu enda sér maður að hann tekur þetta ekki nærri sér,“ segir Máni á Facebook síðu sinni,

Mána finnst hins vegar ótækt að einhverjir blaðamenn séu ósáttir með Þorstein og framgöngu hans. „Þetta væl samt í einhverjum blaðamönnum gagnvart Steina er samt algerlega óskiljanlegt. Steini er algert gull fyrir blaðamenn á Íslandi gaurinn talar í fyrirsögnum. Hann býr til fréttir. Hann er án nokkurs vafa langskemmtilegasti viðmælandinn í sögu KSI. Það er hægt að finna svona 10 fréttir þar sem hann hefur látið einhvern gullmola útúr sér. Ef íþróttablaðamenn eða sparkspekingar ætla að fara taka nærri sér þegar það er sett ofan í þá mæli ég með því að þeir finni sér eitthvað annað starf. Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Í gær

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Í gær

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Í gær

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur