Það er óhætt að segja að enginn hafi misst sig úr spennu yfir lokaleik dagsins í Bestu deild karla en spilað var í Eyjum.
Topplið Víkings spilaði þar við ÍBV í leik sem lauk með markalausu jafntefli á nýja gervigrasinu í Eyjum.
ÍBV mun væntanlega fagna þessu stigi gegn toppliðinu en Víkingar eru með þriggja stiga forystu eftir 14 umferðir.
Sex gul spjöld fóru á loft í leiknum en Víkingar voru töluvert líklegri í að skora heilt yfir.