fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 5. júlí 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Íslenska kvennalandsliðið mætir gestgjöfum Sviss í öðrum leik sínum á EM annað kvöld. Mikið er undir, sér í lagi þar sem bæði lið töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferðinni.

Leikurinn fer fram á Wankdorf-leikvanginum í Bern og þaðan eiga Íslendingar skemmtilegar minningar. Það var þar sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eftirminnilega þrennu gegn heimamönnum í undankeppni HM 2014, þar sem Ísland fór alla leið í umspil um sæti á mótinu.

Jóhann kom Íslandi yfir í leiknum en Svisslendingar svöruðu með fjórum mörkum. Héldu flestir að sigurinn væri þá í höfn en svo var aldeilis ekki. Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn í 4-2 á 56. mínútu og svo var komið að Jóhanni.

Hann minnkaði muninn enn frekar á 68. mínútu og jafnaði hann svo í uppbótartíma með stórkostlegu marki. Lokatölur urðu 4-4, en hér að neðan má sjá svipmyndir úr leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga