Xabi Alonso ætlar ekki að stöðva vængmanninn Rodrygo frá því að yfirgefa Real Madrid í sumar.
Þetta kemur fram í Athletic en Rodrygo hefur undanfarna daga verið orðaður við Arsenal á Englandi.
Faðir Rodrygo ku vera mjög óánægður með stöðu sonar síns hjá félaginu en hann á ekki fast sæti í byrjunarliðinu.
Alonso tók við taumunum í sumar og er vel til í að fá 70 milljónir punda í vasann fyrir Brasilíumanninn.
Hvort þessi 24 ára gamli leikmaður vilji sjálfur fara er ekki víst en hann gæti mögulega skrifað undir lánssamning annars staðar.