Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Íslenska kvennalandsliðið ræddi það mikla stress sem háði liðinu í fyrsta leik EM, tapi gegn Finnum, á miðvikudag.
Liðið tapaði 1-0 gegn Finnum og er allt undir í gegn Sviss og Noregi í síðustu leikjum riðlakeppninnar. Mikið stress einkenndi leik Íslands á miðvikudag.
„Við tókum smá hring og ræddum þessa hluti. Þetta skiptir okkur svo ótrúlega miklu máli svo það er eðlilegt að vera stressaður en maður þarf líka að geta stjórnað því og fundið leiðir til þess.
Það er því gott að við höfum tekið þennan hring,“ sagði Katla Tryggvadóttir við 433.is í dag.
Nánar í spilaranum.