fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 4. júlí 2025 18:30

Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Lára Viðarsdóttir, sálfræðingur og fyrrum knattspyrnukona, er gestur Einar Bárðarson í hlaðvarpi hans Einmitt. Þetta er í annað sinn sem hún mætir í Einmitt og er hún þannig fyrsti gestur Einars til að mæta tvisvar í hlaðvarpið.

Í þættinum ræða þau bókina Ástríða fyrir leiknum og stöðu íslenska kvennalandsliðsins hóf leik sinn á EM 2025 í Sviss á miðvikudag og að sjálfsögðu Þjóðhátíð. Margrét fór ekki með landsliðinu til Sviss að þessu sinni, en verður einn af sérfræðingum RÚV á meðan mótið stendur yfir og býður þar upp á dýrmæta innsýn í taktík, andlega hliðina og menningu mótanna.

Finnar gætu orðið erfiðastir í riðlinum 

Á mánudaginn þegar þátturinn var tekinn upp hafði hún einna mestar áhyggjur af opnunarleiknum gegn Finnum. 

Þær hugsa, ok Ísland, fyrsti leikur, þarna er okkar tækifæri. Hérna förum við á fullu gasi, segir hún. Finnarnir eru alltaf vel skipulagðir og þeir nenna að spila vörn. Þannig galt Margrét varhug við það að dæma Finnna sem sýnda veiði en ekki gefna enda kom á daginn að Ísland tapaði leiknum. Reyndar með aðstoð magakveisu Glódísar Perlu og dómara leiksins. 

Fór ekki inn í Dal í fyrra 

Margrét er eyjakona og það ætti nú ekki að hafa fram hjá neinum. Hún er 39 ára og í þættinum kemur fram að hún hefur farið á Þjóðhátíð 37 sinnum. Hún fór hins vegar ekki inn í Dal í fyrra og í þættinum reifar hún hvað varð til þess. Hún og Einar ræða einnig um lífið í Eyjum og hvernig það var að vaxa úr grasi eða á grasi öllu heldur sem barn í eyjum. Þá reynir Einar að fá Margréti til að segja sér hvað það er sem gerir fólk að afreksfólki umfram annað en bókin hennar fjallar einmitt að miklu leyti um það. 

Sara Björk lagði allt undir 

Þá talar Margrét Lára um stöllur sínar sem margar hafa lagt mikið undir í baráttunni við jafna leika í íþróttunum þegar kemur að jafnréttismálum. Fórnir sem Helena Ólafsdóttir færði þegar hún gagnrýndi KSÍ og aðalbakhjarla landsliðsins í lok árs 2004. Þegar Sara Björk fór í mál við franska liðið Lion vegna þungunar- og fæðingarréttinda eða öllu heldur skort á þeim. Þetta var fyrsta mál kvennaknattspyrnuleikmanns gegn félagi fyrir meðgöngulaun í skjóli FIFA reglna frá janúar 2021. Lyon var gert að greiða um 82 þúsund evrur auk vaxta. Þanngi tryggði Sara Björk að framtíðarleikmenn verði ekki sviptir þessum grundvallarréttindum á heimsvísu. 

Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Í gær

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta
433Sport
Í gær

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu