fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. júlí 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, annar aðstoðarþjálfara íslenska kvennalandsliðsins, segir stress og spennu hafa verið í liðinu í tapinu gegn Finnum á miðvikudag. Það sé hins vegar búið að hrista það af sér.

„Þetta er fyrsti leikur á stórmóti. Með því kemur stress og spenna. Þetta var upp og niður en mér fannst hópurinn eiga hrós skilið þegar þær lenda manni færri. Þær gefast aldrei upp,“ sagði Gunnhildur við 433.is hér í Thun.

Ísland tapaði 1-0 gegn Finnlandi og er nú með bakið upp við vegg fyrir leikina gegn Sviss og Noregi, þar sem allt er undir í riðlakeppninni.

video
play-sharp-fill

„Við vorum oft ólík sjálfum okkur, sem gerist oft í fótboltaleikjum. Nú erum við búin að hrista það af okkur. Þetta er stórmót og sama hvort það sé þitt fyrsta eða ekki er alltaf pressa á að gera vel. Spenna og stress er bara eðlilegt, við erum bara manneskjur með tilfinningar,“ sagði Gunnhildur enn fremur.

Hún var þá spurð út í sitt hlutverk í teymi landsliðsins. „Ég sé meira um fitness-hlutann, gymmið, upphitun, sendingaæfingar, svona fyrstu 20-25 mínútur æfinganna. Svo er ég til taks við Steina þegar hann þarf á mér að halda.“

Nánar er rætt við Gunnhildi í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Í gær

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Í gær

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
Hide picture