Það fór fram einn leikur í Bestu deild karla í kvöld en leikið var í Mosfellsbæ í 14. umferð.
Afturelding tók á móti Breiðabliki í nokkuð skemmtilegum leik sem lauk með 2-2 jafntefli að þessu sinni.
Blikar byrjuðu leikinn af krafti og komust í 2-0 en þeir Óli Valur Ómarsson og Ásgeir Helgi Orrason gerðu mörkin.
Hrannar Snær Magnússon og Benjamin Stokke komust þó á blað ekki löngu seinna til að jafna metin í 2-2.
Blikar eru í öðru sæti með 27 stig en Afturelding er í því sjöunda með 18.