Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í gær kynnt sem nýr leikmaður ítalska stórliðsins Inter. Hún er himinlifandi með skiptin.
Íslenska landsliðskonan kemur frá Bayern Munchen, en hún hafði verið á láni hjá Bayer Leverkusen síðustu tvö ár.
„Þetta var kannski eitthvað verst geymda leyndarmál sem til er, þess vegna leyfði ég þessu að fara út núna,“ sagði Karólína við 433.is í Thun.
„Ég er mjög spennt. Það var komin tími fyrir mig að prófa eitthvað nýtt, búin að vera í í Þýskalandi í fimm ár,“ sagði hún enn fremur.
Karólína var þá spurð út í það hvenær hún skrifaði undir hjá Inter. „Það eru nokkrar vikur síðan.“
Meira
Karólína varpar ljósi á uppákomuna í kvöld – „Eg hef aldrei séð hana svona veika“