Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Glódís Perla Viggósdóttir glímir enn við veikindi og gat eðlilega ekki tekið þátt í æfingu Íslands hér í Thun í morgun.
Glódís fór af velli í fyrsta leik EM gegn Sviss í gær, en hún er búin að vera að glíma við magakveisu.
„Glódís er bara veik enn þá. Hún var bara uppi á hóteli að hvíla sig áðan. Hún æfir ekki í dag en við þurfum að skoða hennar mál,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á æfingu Íslands í morgun.
Hann kvaðst þó bjartsýnn á að hún yrði með í leik tvö gegn Sviss á sunnudag.
Meira
Karólína varpar ljósi á uppákomuna í kvöld – „Ég hef aldrei séð hana svona veika“