fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Þorsteinn Halldórsson telur fyrri hálfleik íslenska kvennalandsliðsins hafa verið slakan í fyrsta leik EM gegn Finnlandi í gær en var sáttur með þann seinni.

„Fyrri hálfleikur var ekki góður. Það var stress sem virkaði lamandi og í seinni hálfleik fannst mér við stíga upp. Fram að rauða spjaldinu fannst mér við vera að ná tökum á þessu.

Fyrstu mínúturnar eftir að við urðum manni færri þurftum við aðeins að ná áttum en mér fannst við frábærar eftir það og seinni hálfleikur heilt yfir góður,“ sagði Þorsteinn við 433.is á æfingasvæði Íslands í Thun í morgun.

Þorsteinn var spurður að því hvort að leikmenn hafi verið að fylgja hans uppleggi í gær, en illa gekk að tengja saman sendingar og halda í boltann í fyrri hálfleiknum.

„Það skiptir engu máli hvað þú leggur upp með ef sendingar eru endalaust að misheppnast, leikmenn eru hræddir. Þá mun það sem þú ætlar að gera aldrei ganga upp.“

video
play-sharp-fill

Margir voru á því að finnska liðið væri viðráðanlegasti andstæðingurinn í riðli Íslands, sem inniheldur einnig Sviss og Noreg.

„Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni. Ég mat það svo að finnska liðið væri jafnvel erfiðasta liðið fyrir okkur að spila á móti. Þær eru góðar í ákveðnum hlutum og gera þá mjög vel. Ég vissi alveg að þetta yrði erfiðari leikur en fólk greinilega gerði sér grein fyrir.

Við þurfum bara að gleyma þessu. Þetta snýst um hvernig þú bregst við því að vera sleginn niður. Við ætlum að standa upp og sýna úr hverju við erum gerð,“ sagði Þorsteinn, en ítarlegt viðtal við hann er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
Hide picture