Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, kíkti á æfingu íslenska kvennalandsliðsins í dag, degi eftir tapið gegn Finnum í fyrsta leik EM.
Ísland var talið sigurstranglegri aðilinn og vonbrigðin mikil. Nú þurfa Stelpurnar okkar að stíga upp í leikjunum gegn Sviss og Noregi, þar sem allt er undir.
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var nokkuð brattur er hann ræddi við fjölmiðlamenn fyrir æfinguna í dag. Átti hann þá sem fyrr segir nokkuð langt samtal við Þorvald.
Ekki er vitað hvað fór þeirra á milli en það var örugglega rætt um leikinn í gær. Hér að neðan má sjá myndir af þessu.