fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 09:35

Ben Affleck og Jennifer Lopez. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum hjónakornin Jennifer Lopez og Ben Affleck tóku nýlega 68 milljóna dala hús sitt í Beverly Hills í Los Angeles af sölu. Um er að ræða fjárhagslega ráðstöfun en enn hefur enginn kaupandi fundist að eigninni sem sett var á sölu í júní 2024.

„Þó þau hafi vonast til að selja eignina hafa þau einnig verið treg til að taka á sig stórt tap,“ sagði heimildarmaður úr fasteignabransanum við People á miðvikudag.

„Þau lækkuðu verðið til að fá meiri áhuga og þegar það gerðist ekki var þeim ráðlagt að taka húsið af sölu. Þetta var viðskiptaákvörðun sem þau tóku í sameiningu.“

Heimildamaðurinn sagði fasteignamarkaðinn erfiðan fyrir seljendur og sérstaklega þegar um væri að ræða svona dýrar eignir. „Að taka húsið af markaði þar til það er orðið seljandavænlegra virðist vera skynsamlegasta ákvörðunin.“ 

Lopez og Affleck reyndu að selja eignina úr skúffunni í júní 2024 áður en hún var sett á sölu í júlí sama ár. Þau lækkuðu verðið niður í 59,95 milljónir dala áður en þau tóku húsið formlega úr sölu.

Lopez sótti um skilnað frá Affleck í ágúst 2024 eftir tveggja ára hjónaband, þá höfðu þau búið sitt í hvoru lagi frá apríl sama ár. Skilnaður þeirra var endanlega staðfestur í janúar.

Affleck keypti sér hús í Pacific Palisades í júlí 2024 að verðmæti 20,5 milljóna dala. Húsið er nálægt heimili fyrrum eiginkonu hans, Jennifer Garner og þriggja barna þeirra. Í mars á þessu ári keypti Lopez sér hús í Los Angeles fyrir 18 milljóna dala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs