fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 09:35

Ben Affleck og Jennifer Lopez. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum hjónakornin Jennifer Lopez og Ben Affleck tóku nýlega 68 milljóna dala hús sitt í Beverly Hills í Los Angeles af sölu. Um er að ræða fjárhagslega ráðstöfun en enn hefur enginn kaupandi fundist að eigninni sem sett var á sölu í júní 2024.

„Þó þau hafi vonast til að selja eignina hafa þau einnig verið treg til að taka á sig stórt tap,“ sagði heimildarmaður úr fasteignabransanum við People á miðvikudag.

„Þau lækkuðu verðið til að fá meiri áhuga og þegar það gerðist ekki var þeim ráðlagt að taka húsið af sölu. Þetta var viðskiptaákvörðun sem þau tóku í sameiningu.“

Heimildamaðurinn sagði fasteignamarkaðinn erfiðan fyrir seljendur og sérstaklega þegar um væri að ræða svona dýrar eignir. „Að taka húsið af markaði þar til það er orðið seljandavænlegra virðist vera skynsamlegasta ákvörðunin.“ 

Lopez og Affleck reyndu að selja eignina úr skúffunni í júní 2024 áður en hún var sett á sölu í júlí sama ár. Þau lækkuðu verðið niður í 59,95 milljónir dala áður en þau tóku húsið formlega úr sölu.

Lopez sótti um skilnað frá Affleck í ágúst 2024 eftir tveggja ára hjónaband, þá höfðu þau búið sitt í hvoru lagi frá apríl sama ár. Skilnaður þeirra var endanlega staðfestur í janúar.

Affleck keypti sér hús í Pacific Palisades í júlí 2024 að verðmæti 20,5 milljóna dala. Húsið er nálægt heimili fyrrum eiginkonu hans, Jennifer Garner og þriggja barna þeirra. Í mars á þessu ári keypti Lopez sér hús í Los Angeles fyrir 18 milljóna dala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?