Lögreglan á Spáni hefur staðfest andlát Diogo Jota og bróðir hans Andre, segir að kviknað hafi í bílnum og eldurinn borist í gróður í kring.
Atvikið á að hafa átt sér stað í Zamora héraði á Spáni þar sem slysið á að hafa átt sér stað á þjóðvegi A-52.
Meira:
Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
Jota var 28 ára gamall en hann var keyptur til Liverpool árið 2020. Hann lék áður með Wolves áður en hann fór til Liverpool.
Hann gekk í það heilaga fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn með eiginkonu sinni.
Yfirlýsing lögreglunnar:
Tveir ungir menn létu lífið slysi á A-52 veginum (Palacios de Sanabria).
Slökkvistöðin í Rionegro del Puente (norðursvæði) brást við útkallinu.
Það kviknaði í bílnum og eldurinn breiddist út í gróðurinn.
Þeir voru 28 og 26 ára gamlir. Hvíl í friði.