Noregur byrjar EM í kvenna vel en liðið spilaði við Sviss í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni í kvöld.
Þessi tvö lið eru með Íslandi í riðli á mótinu en okkar stelpur töpuðu 1-0 gegn Finnlandi í opnunarleiknum.
Sviss komst yfir í þessum leik en Noregur skoraði tvö mörk snemma í seinni hálfleik til að tryggja sigur.
Ada Hegerberg skoraði fyrra markið og það seinna var sjálfsmark en Hegerberg klikkaði síðar á vítaspyrnu í leiknum.