Dagný Brynjarsdóttir kom inná sem varamaður í kvöld er Ísland spilaði við Finnland á EM kvenna.
Leikið var í Sviss en stelpurnar þurftu að sætta sig við 1-0 tap í opnunarleiknum sem verður að teljast svekkjandi.
Dagný ræddi við 433.is eftir leikinn og var að vonum svekkt með niðurstöðuna líkt og aðrir Íslendingar.
,,Þetta var svekkjandi og mér fannst við að mörgu leyti með þær þegar við vorum 11 inná og líka manni færri. Á góðum degi hefðum við skorað en þær skora gott mark og því miður náðum við ekki að setja boltann inn,“ sagði Dagný.
,,Við hefðum viljað skapað okkur meira og halda meira í boltann en seinni hálfleikur var betri sem er skrítið þar sem við vorum manni færri.
Dagný fer nánar yfir leikinn í myndbandinu hér fyrir neðan.