Ísland tapaði gegn Finnlandi í fyrsta leik sínum á EM í Sviss. Hér neðar eru viðbrögð íslenskra netverja.
Finnar voru mun betri í fyrri hálfleik og gekk íslenska liðinu illa að fóta sig.
<img class=“alignnone size-full wp-image-1015129″ src=“https://www.dv.is/wp-content/uploads/2025/06/emkvenna2.jpg“ alt=““ width=“535″ height=“200″ />
Snemma í þeim seinni fékk Hildur Antonsdóttir sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ótrúlegt en satt átti Ísland fínan kafla manni færri í kjölfarið en það var slökkt í okkur á ný þegar Katariina Kosola kom Finnum yfir á 70. mínútu.
Ísland fékk stöður og til að mynda eitt dauðafæri í restina, þar sem Sveindísi Jane Jónsdóttur brást bogalistin.
Ekki tókst að jafna og lokatölur 1-0 fyrir Finna. Í riðlinum leika einnig Noregur og Sviss.
Það sem ég lærði af þessum leik er að Katla Tryggva á að starta næsta leik, líka Dagný. Takk. #EMRUV
— Hörður (@horduragustsson) July 2, 2025
Við erum betri manni færri.#EMkvenna
— Max Koala (@Maggihodd) July 2, 2025
Hef talað um þetta í 3 ár núna. Ég hef varað við þessu en þá talinn vera neikvæður. Við spilum ekki ⚽️ og höfum treyst of mikið á föst leikatriði. Við erum að þróumst alltof hægt. Við verðum að gera kröfur á betri frammistöður og úrslit. Hrós á stuðningsmenn á vellinum.
Geggjaðir pic.twitter.com/jUwBc2XNbT— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 2, 2025
Það sýður á mér
Ömurleg frammistaða og ömurleg úrslit, allt ömurlegt við þetta
Það eru tveir leikir eftir en þetta skilur okkur eftir í vondri stöðu pic.twitter.com/QrdWa46Uob
— Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson (@gummi_aa) July 2, 2025
Svaka gaman á Tik Tok alla daga hjá þessu kvennalandsliði, gerið eitthvað á vellinum
— Nikola Djuric (@Nikoladjuric23) July 2, 2025
Ein fagleg pæling, getur folk bara sagt “afhverju spilum við ekki meiri og betri fotbolta” um lið sem gera það ekki, er ekki líklegt að liðið hafi ekki tæknilega getu til að framkvæma það að spila betri bolta?
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) July 2, 2025
Sé ekki betur en þetta finnska lið sé mun betra en það íslenska, það var sagt mér annað⚽️
— Eyfikr (@eyfikr) July 2, 2025
Spilamennskan ekki góð. Alltof langt á milli manna og sendingar slakar. Sóknarlega er ekkert að frétta. Þessi leikur endar illa ef þær ætla ekki að stíga upp.
— Heiðar Austmann (@haustmann) July 2, 2025