Ísland tapaði gegn Finnlandi í fyrsta leik sínum á EM í Sviss.
Finnar voru mun betri í fyrri hálfleik og gekk íslenska liðinu illa að fóta sig.
Snemma í þeim seinni fékk Hildur Antonsdóttir sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ótrúlegt en satt átti Ísland fínan kafla manni færri í kjölfarið en það var slökkt í okkur á ný þegar Katariina Kosola kom Finnum yfir á 70. mínútu.
Ísland fékk stöður og til að mynda eitt dauðafæri í restina, þar sem Sveindísi Jane Jónsdóttur brást bogalistin.
Ekki tókst að jafna og lokatölur 1-0 fyrir Finna. Í riðlinum leika einnig Noregur og Sviss.