Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Kári Jónsson, einn besti körfuboltamaður landsins, er mættur til Sviss á EM og verður á meðal áhorfanda á leik Íslands og Finnlands nú klukkan 16 að íslenskum tíma.
„Ég er hrikalega spenntur. Það er góð stemning hérna og fullt af fólki,“ sagði Kári, sem er með tengingu í liðið.
„Guðrún Arnardóttir er systir kærustunnar minnar og við erum 18 manna hópur sem fylgjum henni. Við vorum líka í Manchester síðast og þetta er hrikalega gaman.“
Kári hefur góða tilfinningu fyrir leik kvöldsins.
„Mér finnst þær aðeins gíraðri og hungraðri í þetta mót og ég hef góða tilfinningu fyrir leiknum í kvöld.“
Nánar er rætt við hann í spilaranum.