Viktor Gyokeres framherji Sporting Lisbon vill algjörar breytingar í sínu lífi í sumar og hefur ákveðið að sparka kærustunni.
Fjölmiðlar í Portúgal segja að Gyokeres hafi ákveðið að síta sambandinu við Ines Aguiar.
Ines er fyrirsæta í Portúgal en Gyokeres vill slíta öll tengls við Portúgal í sumar.
Gyokeres er í stríði við Sporting um að losna frá félaginu en þessi 27 ára gamli sænski framherji vill burt.
Arsenal og Manchester United sýna honum mestan áhuga en samband hans og Ines hófst á síðasta ári.
Ines hafði lofað stuðningsmönnum Sporting að halda honum í Portúgal en það mun líklega ekki ganga upp úr þessu.