fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Ísland hefur leik á EM gegn Finnlandi nú klukkan 16 að íslenskum tíma. Í Thun, þar sem leikurinn fer fram, er mikil stemning. Hitti undirritaður sparkspekinginn Mist Rúnarsdóttur og tók stutt spjall um leikinn.

„Ég er ógeðslega stressuð og ógeðslega spennt. Ég ætla bara að vera bjartsýn. Það hlýtur að vera komið að næsta sigri á EM, það er langt síðan síðast. En taugarnar eru þandar,“ sagði Mist.

Ísland hefur aðeins einu sinni unnið leik á stórmóti, EM 2013. Riðillinn nú, sem inniheldur Noreg og Sviss auk Finna, þykir vel viðráðanlegur.

„Það er mikið búið að tala um þennan riðil og möguleika Íslands, en við megum ekki gleyma því að við erum í lokakeppni Evrópumóts og það eru engir auðveldir leikir. Það er svolítið stress að byrja á þessum leik því við þurfum að þora í þessum leik.“

video
play-sharp-fill

Mist benti á að það sé oft stutt á milli í fótboltanum, eins og á EM fyrir þremur árum. Þá gerðu Stelpurnar okkar þrjú jafntefli og duttu úr leik þrátt fyrir fína frammistöðu.

„Ég er alltaf bjartsýn. Miði er möguleiki. En eins og við sáum á síðasta móti er þetta bara stöngin inn, stöngin út. Við erum svo oft búin að vera nálægt því að ég ætla að vera bjartsýn á að þetta takist núna.“

Það er sem fyrr segir svakaleg stemning meðal Íslendinga í Sviss.

„Þetta er eins og að koma á ættarmót. Þetta er oft sama fólkið og geggjuð stemning. Íslenski stuðningsmannahópurinn er ekki alltaf stærstur en hann er háværastur og öflugastur,“ sagði Mist að endingu, en viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikdagur í Thun: Finnar fyrr á fætur en Íslendingar í steikjandi hita

Leikdagur í Thun: Finnar fyrr á fætur en Íslendingar í steikjandi hita
Hide picture