fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 12:30

Giovanni van Bronckhorst. Mynd: Rangers

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool hefur staðfest ráðningu sína á Giovanni van Bronckhorst sem nýjum aðstoðarþjálfara Arne Slot.

Van Bronckhorst tekur við af John Heitinga sem hætti í vor til að taka við þjálfun Ajax.

Hollenski þjálfarinn hefur farið víða og meðal annars stýrt hollenska landsliðinu, hann var rekinn frá Besiktas á síðustu leiktíð.

Hann hefur einnig stýrt Feyenoord og Rangers, hann kemur því með mikla reynslu og þekkingu. Á ferli sínum sem leikmaður lék hann með Arsenal, Barcelona og fleiri liðum en hætti eftir HM 2010.

Þá er markmannsþjálfarinn Xavi Valero mættur til starfa en hann var áður hjá félaginu árið 2007 þegar Rafa Benitez var þjálfari liðsins.

Hann hefur verið sjö ár hjá West Ham en einnig starfað hjá Chelsea, Napoli, Inter og Real Madrid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“