fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rob Holding varnarmaður Crystal Palace og fyrrum leikmaður Arsenal er mættur til Sviss til að sjá íslenska landsliðið mæta Finnlandi í kvöld.

Holding er kærasti Sveindísar Jane Jónsdóttur sem er ein skærasta stjarna íslenska liðsins.

„Ég er spenntur, þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á stórmót hjá konum. Þetta ætti að vera góður leikur, það myndi hjálpa íslenska liðinu mikið að vinna þennan leik,“ sagði Holding í samtali við 433.is í Sviss í dag.

Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 16:00 í dag.

„Það er mikilvægt að vinna í dag.“

Holding er mættur að fylgjast með Sveindísi áður en hann þarf sjálfur að mæta á undirbúningstímabil en ástarsamband þeirra hefur vakið athygli. „Ég vona að Sveindís skori, ég þarf að æfa Víkingaklappið mitt.“

„Ég er með foreldrum Sveindísar og nýt þess að vera hérna, ég nýt þess að vera með íslensku fólki.“

„Þegar ég hef komið til Íslands um jólin, allir sem við sáum virtust þekkjast. Þetta er þéttur hópur af fólki, það eru allir að ræða saman.“

Viðtalið er í heild hér að neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga
433Sport
Í gær

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Í gær

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United