fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 12:00

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Þorsteini Halldórssyni hefur tekist vel til sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins en það fylgja því auknar kröfur um árangur að hafa þjálfað lið í á fimmta ár eins og hann.

Þetta sagði Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður Sýnar og Vísis, í hlaðvarpi 433.is um EM, sem hefst í dag þegar Ísland mætir Finnlandi. Auk Finnlands eru Noregur og Sviss í riðli Íslands.

Þorsteinn er að fara á sitt annað stórmót með íslenska landsliðið og eru væntingar um að fara upp úr þessum riðli, sem þykir nokkuð viðráðanlegur.

„Ég held það fylgi því alltaf pressa þegar þú tekur við liði, sér í lagi landsliði, og ferð lengra inn í þjálfaratíðina. Þú hefur meiri tíma til að setja þitt handbragð á liðið,“ sagði Aron.

„En á móti kemur hefur hann þurft að leiða liðið í gegnum ákveðna kynslóðarbreytingu. Hann hefur þurft að finna réttu blönduna og mér hefur fundist honum takast það mjög vel, að búa til nýtt lið.“

Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 16 í dag að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn tekur við Leikni

Brynjar Björn tekur við Leikni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið