Forráðamenn Juventus eru komnir í formlegar viðræður við Manchester United um Jadon Sancho. Sky Sports fjallar um málið.
Þar segir að United sé áfram að biðja um 25 milljónir punda og Juentus setji það ekki fyrir sig.
Vandræðin snúast hins vegar um launapakka Sancho sem hann er með hjá United, hann þarf að taka á sig launalækkun.
Sancho er með um 250 þúsund pund á viku hjá United en hann hafnaði Chelsea þegar félagið vildi lækka launin hans.
Sancho var á láni hjá Chelsea en nú er búist við að hann fari en United gæti þurft að borga hluta af launum hans í eitt ár.