fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. júní 2025 20:30

Eva Ruza Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtikrafturinn Eva Ruza Miljevic segir frá því þegar hún var stöðvuð af lögreglunni nýlega. Eva slapp með skrekkinn, en þurfti þó að fara með bílinn í skoðun og lenti í dagbók lögreglunnar. 

„Ég var að keyra að sækja strákinn í körfuboltann yfir í Breiðablik. Svo sé ég allt í einu blá ljós fyrir aftan mig, það er mótorhjól á eftir mér,“ segir Eva og segist fyrst hafa haldið að 

fyrrverandi mágur hennar væri mættur að stríða henni en mundi svo að hann er ekki lengur starfandi sem mótórhjólalögregla.

„Svo er ég bara. Er hann að stoppa mig? Af hverju ætti hann að stoppa mig? Og ég opna gluggann og góðan daginn,“ segir Eva og segist hafa munað aldrei þessu vant eftir að gefa stefnuljós.

Vinur hennar og meðþáttastjórnandi í Bráðavaktin á K100, Hjálmar Örn Jóhannsson, segir að það komi honum mjög á óvart. Hann hafi talið að Eva og eiginmaður hennar hafi ekki keypt stefnuljós sem búnað á bílinn svo sjaldan noti Eva stefnuljósin.

„Ég sagði: „Systir mín er lögga“,“segir Eva skellihlæjandi. „Ertu enn að nota Debbie kortið að verða 50 ára?“ segir Hjálmar afar hneykslaður. 

Stuðboltarnir og vinirnir Eva og Hjálmar Örn. Mynd: Facebook.

Það kom í ljós að lögreglumaðurinn stöðvaði Evu fyrir að vera með of dökkar rúður í bílnum.

„Hann sagði: „Ég held ég hafi aldrei séð svona dökkar rúður á neinum bíl í lífi mínu. Það sést ekki einu sinni útlínurnar af þér.“ Og ég vissi að það voru of dökkar rúður. Bíllinn var svona bara þegar við keyptum hann. Ég vissi alveg að það voru filmur nema ég segi, maðurinn minn keypti bílinn. Og svo tók hann upp svona möppu.Og ég : Ertu að fara að sekta mig? Veistu að ég er alveg í sjokki. Við bara vorum að kaupa bílinn um jólin.“

Lögreglumaðurinn sagðist sleppa Evu við sekt en hún fengi boðun í skoðun. Henti Eva þá aftur í að systir hennar væri lögga og segir hún lögreglumanninn ekki hafa haggast við þennan vandræðagang hennar.

„Þetta var svona síðasta trompið sem ég ætlaði að henda í hann að hann væri kannski vinur hennar Debbýar, en hann spurði mig ekki út í þetta. En hann sagðist alla vega vera í sjokki yfir að það væru svona dökkar rúður í bílnum.“

Þegar hér er komið sögu er Hjálmar Örn búinn að finna fréttina um Evu síðan 24. júní. Hún er ekki nafngreind, en í fréttinni stendur: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í dag afskipti af minnst þremur ökumönnum sem keyrðu bíla með of skyggðar rúður. Voru þeir sektaðir og bílarnir boðaðir í skoðun. 

Evu segist því næst hafa komið blaðskellandi heim og spurt manninn sinn hverju hún hafi lent í. Og hann giskaði rétt og sagðist hafa beðið eftir að löggan stoppaði hana,

„Svo var þessi bifreiðaskoðunarmiði svo ljótur og hann var farinn að flosna svona af. Þannig að ég svona kroppaði hann af áður en ég fór í skoðunina. Svo kom ég í skoðunina og hann eitthvað: „Já ég sé þetta er skoðun frá lögreglunni. Hvar er miðinn?“ Og ég eitthvað: Hann datt af í bílaþvottastöð,“ segir Eva.

„Æ Eva, hættu að ljúga að opinberum starfsmanni,“ segir Hjálmar Örn sem endar svo á að segja að ef lögreglan sé að hlusta sé ráðlegt að fylgjast vel með ferðum Evu.

Hlusta má á frásögn Evu í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Tók gjöfina til baka þegar hún heyrði hvað vinkonan sagði

Tók gjöfina til baka þegar hún heyrði hvað vinkonan sagði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nú steinhættir þú þessum ósið í sturtunni

Nú steinhættir þú þessum ósið í sturtunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“