fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Ætlar í mál við Séð og Heyrt eftir þessa myndbirtingu – Myndatökumenn fjarlægðir af öryggisvörðum

433
Laugardaginn 28. júní 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Ödegaard, leikmaður Arsenal, ætlar í mál við blaðið ‘Se og Hör’ í Noregi eða Séð og Heyrt eins og það yrði kallað hérlendis.

Ödegaard er einn frægasti fótboltamaður Noregs en hann er einnig lykilmaður og fyrirliði enska stórliðsins.

Ástæðan er athyglisverð en Séð og Heyrt birti myndir af heimili Ödegaaard og lýsingu á staðsetningu þess án leyfis.

Ekki nóg með það þá voru myndatökumenn mættir í brúðkaup leikmannsins og reyndu að ná myndum af honum og eiginkonu hans, Helene Spilling Ödegaard,

Ödegaard og hans lögmenn telja að um brot á persónuvernd hafi verið að ræða og eru allar líkur á að blaðið verði ákært.

Niklas Kokkin-Thoresen, ritstjóri Séð og Heyrt, segist vera rólegur yfir þessu máli en viðurkennir að myndir af heimili Ödegaard hafi verið birtar og að staðsetningunni hafi verið lýst í sömu grein.

Giftingin átti sér stað síðasta laugardag og voru blaðamenn Séð og Heyrt fjarlægðir af staðnum af öryggisvörðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts