fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Vinur Óskars Hrafns fer yfir málin og setur spurningamerki við hugmyndafræðina –  „Ég er inni á síðum og það er allt vitlaust“

433
Þriðjudaginn 24. júní 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA og vinur Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara KR er farin að hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála í Vesturbænum.

KR fékk 6-1 skell gegn Val í gær og er liðið búið að vera í vandræðum í leikjunum þar á undan.

„Þeir eru bara að rassaríða okkur, þeir pökkuðu KR saman. Hverjir eru með betri gæja að sækja hratt en Valur? Þetta var svo mikil veisla, Óskar leikgreinir ekki einu sinni liðin,“ sagði Mikael í Þungavigtinni í dag.

Óskar hefur vakið mikla athygli í sumar, bæði hefur spilamennska KR verið skemmtileg og Óskar Hrafn farið mikinn í mörgum viðtölum. Mikael er hrifin af sumu en ekki öllu og segir marga stuðnignsmenn KR vera orðna pirraða.

„Óskar fer mikinn, ég hrifin af þessu en verð ekki hrifin ef KR fellur. Það er allt vitlaust hjá KR stuðningsmönnum, honum er alveg sama. Ég er inni á síðum og það er allt vitlaust, hann segir að það sé vegferð alveg niður í 5. flokk. Ég kaupi það alveg, mér finnst enginn bæting á meistaraflokknum.“

„Ég er hrifin af þessu í yngri flokkum, í meistaraflokknum er Óskar að segja að þetta sé vegferð. Vegferð með hvað? Þetta eru ekki 18-19 ára leikmenn, leikmennirnir í vörninni hjá KR verða ekkert þarna ef það á að ná árangri. Gabríel, Hjalti, Finnur Tómas, eru þeir á einhverri vegferð? Þeir verða lélegri með hverjum leiknum, mér sýnist að hann þurfi allt aðra leikmenn í helming af stöðunum til að spila svona.“

„Ef þetta heldur svona áfram þá fellur KR, þeir eru að fá sig að meðaltali fjögur mörk í síðustu leikjum.“

Mikael segir mótið hjá KR vera undir í næstu þremur leikjum þar sem liðið mætir FH, KA og ÍA.

„Það er mótið undir í næstu þremur leikjum, tölfræði er sókn og vörn. Hvaða tölfræðiþætti er Óskar að tala um? Tölfræðilega eru þeir búnir að verjast fyrirgjöfum verst í deildinni, ég get alveg sagt það og sagt Óskari það. Hann verður ekki Íslandsmeistari með þessa vörn 2028.“

„Hann spilaði suicide fótbolta með Breiðablik en ekki svona. Hann breytti eftir 2020, þá fór hann að breyta. Árið 2022 unnu þeir mótið með sterkri vörn, það er þannig að hann er kannski með of mikið traust. Hann er kannski með of mikil völd sem yfirmaður knattspyrnumála. Þarf hann annan mann með sér? Hefur sést mikið af aðstoðarþjálfaranum (Theodór Elmar Bjarnason)? Það er ekki auðvelt að vera aðstoðarþjálfari hjá Óskari en þú lærir fullt, Óskar er geggjaður náungi og frábær þjálfari. Ef þeir fara að ekki pila betri varnarleik þá verður þetta erfitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho
433Sport
Í gær

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes
433Sport
Í gær

Eru að landa fyrrum United-manninum

Eru að landa fyrrum United-manninum