fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Faldi sig erlendis en þarf nú að snúa aftur heim eftir hrottalega árás og fíkniefnasmygl – Mun sitja inni í mörg ár

433
Föstudaginn 20. júní 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótboltamaðurinn Quincy Promes hefur verið sendur aftur til Hollands og mun þar sitja í fangelsi næstu sjö árin.

Þetta kemur fram í hollenskum miðlum í dag en Promes hefur verið undir rannsókn í um tvö ár – hann var ákærður fyrir að stinga frænda sinn með hníf og þá taka þátt í því að smygla eiturlyfjum inn til landsins.

Promes er í dag búsettur í Dubai en hann var handtekinn fyrir um viku síðan og yfirheyrður af lögreglunni í Hollandi.

Promes hefur nú verið skipað að mæta fyrir framan dómara og útskýra mál sitt en hann mun sitja á bakvið lás og slá í sjö og hálft ár samkvæmt þessum fregnum.

Quincy Promes í leik með Ajax í gær. Mynd/Getty

Promes var fyrst ákærður fyrir rúmlega tveimur árum síðan en neitaði að snúa aftr til heimalandsins og hefur undanfarið leikið með liði Dubai United í einmitt Dubai.

Fyrir það þá var leikmaðurinn staðsettur í Rússlandi hjá Spartak Moskvu en hann var gríðarlega efnilegur leikmaður á sínum tíma.

Promes er 33 ára gamall í dag og á að baki 50 landsleiki fyrir Holland en ljóst er að hans ferli sem atvinnumanni er lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi