fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Faðir Neymar segir að hann gæti snúið aftur í deild þeirra bestu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. júní 2025 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neymar gæti snúið aftur til Evrópu í sumar og spilað í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, ef marka má föður hans.

Neymar, sem er 33 ára gamall, sneri aftur heim til Santos í Brasilíu og skrifaði undir stuttan samning í vetur. Það gerði hann eftir að hafa fengið samningi sínum við sádiarabíska félagið Al-Hilal rift eftir meiðslahrjáða dvöl þar.

Nú er samningurinn við Santos að renna út og þó faðir hans segi það góðan möguleika á að hann verði áfram kemur til greina að söðla um á ný.

„Markaðurinn er mjög áhugasamur. Við erum að fara til Miami að ræða við félög í þessari viku og það er áhugi frá Evrópu, sum félaganna eru í Meistaradeildinni,“ segir hann.

„Það eru góðar líkur á að hann verði áfram hjá Santos en við hlustum samt á önnur tilboð.“

Þá segir hann að draumur sonar síns sé að vinna HM með brasilíska landsliðinu á næsta ári. „Ég sé Neymar spila með Vini, Rodrygo og Raphinha þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn gerir enga breytingu

Þorsteinn gerir enga breytingu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stórar breytingar á VAR í kortunum – Einnig verður settur tímarammi á innkast

Stórar breytingar á VAR í kortunum – Einnig verður settur tímarammi á innkast
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áfall fyrir Arsenal – Tveir lykilmenn meiddir og ekki með í kvöld

Áfall fyrir Arsenal – Tveir lykilmenn meiddir og ekki með í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi