fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Lögregluaðgerð á Edition hótelinu – Tveir látnir – Starfsfólk í uppnámi – Uppfært

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. júní 2025 10:20

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluaðgerð stendur yfir á Edition hótelinu í miðborg Reykjavíkur. Mannslát tvegga er staðfest. Starfsfólk er í uppnámi.

Samkvæmt heimildum DV kom upp alvarlegt atvik á hótelinu í dag. Það er mannslát og hugsanlega tvö.

Óstaðfestar heimildir segja að um sé að ræða manndráp, það er að kona hafi valdið dauða tveggja annarra kvenna á hótelinu.

Elín Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segist ekki geta staðfest að um manndráp sé að ræða, heldur ekki mannslát. Málið sé nýtt og lögregla sé að ná utan um það.

Atburðarrás er óljós og starfsfólk í uppnámi. DV/KSJ

Starfsfólk á Edition hótelinu er í uppnámi vegna málsins. Aðgerðin virðist fara að mestu fram í bílakjallara hótelsins. Þar er bæði lögregla á hjólum og ómerktum lögreglubílum og bíll frá útfararstofu.

Fréttin verður uppfærð.

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að hóteli í miðborginni á áttunda tímanum í morgun vegna alvarlegs atviks sem þar hafði orðið.

Rannsókn málsins er á algjöru frumstigi og því er ekki unnt að greina frá því nánar að svo stöddu.

Frekari upplýsingar verða sendar fjölmiðlum í dag, eða eftir því sem málinu vindur fram.,“ segir í nýrri tilkynningu lögreglu.

Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðinni en hún er nú á forræði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins. Einni hæð hótelsins var lokað og gestum sagt að halda sig á herbergjum sínum. Fjórir sjúkrabílar voru sendir á staðinn og bíll frá slökkviliðinu.

Lögregla hefur staðfest að tveir erlendir ferðamenn hafi fundist látnir. Þriðji er með áverka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast